Jæja er þá ekki kominn tími á blogg víst menn eru net tengdir og læti aftur.
En já síðasta vika eins og mar bjóst við var frekar fljót að líða. Menn voru bara duglegir við að klára verkefnið og koma því frá sér eins vel og mögulegt er, í samblandi við það að pakka og þrífa alla íbúðina. En já það er hörkupúl að þrífa vel. Enda glansar nú íbúðin og er svo sóthreinsuð að það mætti framkvæma uppskurð í eldhúsinu. Já skilaði lyklunum af íbúðinni áðan, en býst við því að kíkja uppeftir eftir helgi og tékka á póstinum bara svona til vonar og vara. En þarf að fara í þessari viku og skrá á mig nýtt lögheimili svo ég fari nú að fá póstinn minn hingað.
En já að helginni, þessi helgi var nú frekar róleg, byrjaði í rauninni á fimmtudaginn en þá kíkti ég á barinn upp í sködstrup svona bara því ég vissi að Martin og Perter voru að vinna að barnum, fór nú bara svona í lokka bjór til að kveðja liðið. Sat svo þar með Frosta og spjallaði við hann til að verða 12 og þá var kíkt heim í koju með snakk poka og horft á einna mynd og svo vaknað snemma hress daginn eftir þar sem ég átti fund með Varmemasteranum kl 8. En svo leið föstudagurinn nokkuð hratt fyrir sig náði í lyklana af nýja staðnum og skoðaði vistaverunnar og þetta leit bara vel út og er bara þokkalegasta aðstaða sem ég er með hérna. En já hef svona hitt mest megnið af liðinu sem býr hérna og það virðist allt bara svona nokkuð heilt á því. Mann bara 2 nöfn eins og er enn það er Diana og Emmí hundurinn hennar. Snilld að það megi vera með gæludýr hérna (þó ég nú soltið feginn að það heyrist aldrei múkk í voffanum ;) ) En já myndir af herberginu koma sennilega í næstu viku. Svo er það annað sem er rosalegur + við að flytja hérna og það er að djimmið á svæðinu er bara í næsta húsi við mig :D ekki slæmt þannig að menn fara nú bara æfa á fullu, 6 mánaðar kort í það kostar 150 kr danskar sem er um 2 þúsund íslenskar ekki það vesta í heimi. :) En já fór svo og hitti eitthvað af krökkunum úr bekknum á skóla barnum í hádeiginu þar sem var fengið sér 1-2 bjór og svo var haldið heim til Hröppu og Sigga þar sem Hrappa hafi eldað líka þennan ljómandi góða kjúkling og ég held að ég hafi sjaldan sem aldrei borðað svona mikið síðan ég kom hingað út. Takk æðislega fyrir matinn Hrappa mín.
En já var þar um nóttina og svo daginn eftir voru það flutningar.
Dagurinn byrjaði líka svona heldur skemmtilega, en einhver lítill skelli bjalla hafi þá stolist inn í herbergi til mín og byrjað að hoppa og dansa á rúminu svo að ég myndi nú örugglega vakna. :D En eftir að hafa fengið sér kaffi bolla og morgun matt lögðum við Hrappa af stað að ná í bílinn hans Sigga niður í eimskip enn kappinn hafði verið á litlu jólunum í vinnunni daginn áður og þess vegna var bíllinn skilinn eftir. Og ég fékk að keyra til baka heim til þeirra sem gekk bara slysalaust fyrir sig. Svo var nú eitthvað vesen að ná í strákana sem ætluðu að hjálpa mér að flytja, annar var b-laus og hinn meðvitundar laus ;) En fann þá á endanum og skutlaðist svo eftir þeim eftir að hafa leikt eitt stiki rissa kerru box, aftan í bílinn. Verð nú að viður kenna að ég var svona hálf smeykur að keyra með þetta í aftur dragi ekki vitandi boffs hvert ég væri að fara, og liggur við í fyrsta skipti sem mar keyrir eftir að hafa komið út. En hvað get ég sagt kallinn er bara með rathæfileikana í genunum þetta gekk bara furðu vel fyrir sig, rann bara beint á strákana og svo var haldið heim og náð í draslið. Það gekk nú eitthvað brössulega að koma þessu út en það tók svona um 2 ½ tíma, en svo vorum við ekki nema tæpar 40 mín að henda þessu öllu inn þegar komið var á áfanga stað. Svo var rennt með keruna til skila og bílinn til Höppu og Sigga. En þá eftir erfiðan dag áhváðum ég og Leó að skella okkur á Britch Waters og horfa á eins og einn bolta leik. Komum rétt í lokkinn til að sjá Liverpool vinna 4-0 sigur sem var snilld, og sátum svo yfir Man U leiknum sem endaði 2-1 og meika þeir þakka því vel leikinni vítaspyrnu (kemur comment frá Leó um þetta ef hann les þetta allt hehe). En já svo skeði eitt svaðalegt meðan leikur inn var í gangi. Já þannig er það að ég fór í party til vinkonu minna um daginn og var að spjalla við eitthvað af liði þar. Þar á meðal þenna strák sem er víst ansi kátur (gay), en já gaurnum hefur litist svona vel á mig að hann sendi vinkonu minni sms og fékk nr hjá mér svo í miðjum bolta leik fæ ég líka þetta skemmtilega sms frá guttanum. Held ég leifi því bara að lifa hérna að neðan.
“Hey,How are you? I quess u dont know who I am. But we were talking at Kat´s party and my nane is Juan, well just wanted to say hello and u are a cool guy. Take care of your self.”
WTF... hehe já farið að lítast ill á þetta, en jæja var nú ekki að hafa fyrir því að svara kauða, og hef ekki enn hitt Kat en sú fær að heyra það hehe. Já held að þetta hafi alveg bjargað kvöldinu enda var vel hlegið að þessu, og maður var skottin í kaf af strákonum. Svo eftir þetta uppátæki og leikinn var haldið heim á leið á nýja staðinn. Svo komu strákarnir bara hingað og við sátum hér og sötruðum öll í smá stund og héldum svo á barinn sem er hérna. Þegar þangað var komið, hittum við stelpu úr skólanum og settumst og spjölluðum við hana og vinni hennar sem voru þarna. Stelpa frá minnir Rúslandi og Strákur frá usa. Svo bættust nokkrir í hópinn þegar á leið kvöldið. Barinn bauð upp á jólabjór og allir voru kátir. Hélt svo bara heim eftir barinn og eldaði mér núðlur og lagðist svo til svefns.
Daginn eftir var svo tekið allt upp úr pökonum og spjallað við liðið sem ég bí með. Svo í dag var keipt net snúra og farið í gömlu íbúðina að klára að þrífa.
En jæja menn eru núna svona nett búnir á því, var að koma af æfingu og þetta er bara farið að taka svoltið á, ætla að skella í mig kexi og samloku og fara svo að sofa.
Ætli þessi vika verði ekki fljót að líða eins og sú síðasta. Vona það allavega farinn að hlakka til að komast heim og hitta fjölskilduna og komast í Jóla matinn. :D
Kv.Högni
Monday, December 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
eina sem ég get sagt er sanngjörn úrslit í þessum leik :)
hehe, reindar Man U spilaði mikkið bettur.
hæhæ:)
alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt;) vertu ekkert að taka nýja kærastan með þér heim eins og Gísli spurði að;)hehe;)
Við hlökkum til að fá þig heim...
Kveðja nafni og mamman;)
Þú hefur ekkert hitt þennan Juan aftur á æfingum?
Hehe Jæja búið að skjóta mann í spað hérna, ;) og Gísli sorry eithvernveiginn eiddi ég commentinu frá þér ;( veit ekki hvernig.
Thad er greynilegt ad menn eru vidkvaemir fyrir thessu :)
Post a Comment