Sunday, January 28, 2007

Sunnudags rigning.

Já það rignir í Danmörku í dag.
Nenni ekki að vera gera langa færslu hérna á blogginu þó það sé kominn sunnudagur, ekki mikið sem skeði í síðustu viku. Ég var veikur og við skulum bara láta það vera þannig. En jú núna í næstu viku byrja ég með nýja síðu, var að kaupa mér url og það verður virkt núna í næstu viku og hvet þá fólk til að kíkja inn á http://www.hognimassi.com/ en það verður síðan mín, þó ég munni halda áfram að blogga hérna þá er hitt svona þar sem ég munn koma með skólaverkefni og meira sem ég er að vinna í.

En að helginni, þessi helgi var fín orðinn sæmilega frískur á Föstudaginn og þá var haldið í afmæli hjá henni Erlu Malen. Og til hamingju með daginn stelpa skemmti mér vel hjá þér þó ég hafi nú ekki stoppað jafn lengi og aðrir ;) Svo var gær kveldið tekið með trompi, keifti mér net áskrif á TV zulu og gat horft á strákana okkur vinna :D samt útsendingin aðeins á eftir lýsingunni heima en ekkert að því. Sátum hérna 5 samana að dreka bjór borða popp og horfa á leikinn alger snilld. Svo var haldið til Tomma í smá gleðskap og eftir það var svo farið í singstar party á barnum sem var líka svona þrusu vel heppnað. En dagurinn í dag er bara letti, ætla að vinna í síðunni og borða góðan matt. Sé til hvort ég nenni að vera fara í jimmið á eftir en það gætti alveg farið svo ;).


En já uppfærslur á hvernig það gengur að koma sér í form, þá gekk það frekar seint í síðustu viku vegna veikinda, léttist um alveg þessi 3 kg sem mar var búinn að reina að koma á sig þannig að mar þarf að byrja á 0 í raun aftur. En er núna rétt um 60 kg og þarf að reina að bætta á mig svona 10 kg áður en febrúar er liðinn, sé það ekki ske en ætla að stefna á svona 4-6 kg og vera þá kominn í svona 64-66 kg þegar Feb er liðinn.
Hérna er svo uppfærslu myndin, verð nú að viðurkenna að þetta er smá póss ;)
Njótið vel. Tekk svo 4 myndina í næstu viku og þá raða ég þeim saman svo það sé hægt að sjá ef það er einhver munnur á manni.




Annað sem er að frétta þá er það lítið endilega skoðið Photo A Day hjá mér, var með skemmtilega þemu í síðustu viku, “svipað en ekki eins” og í þessari viku verður þemað “fólk með fólki”

En ætla að planta hérna niður nokkrum myndum sem ég skaut í gær þegar ég fékk mér smá frískandi göngu ferð :D

Jæja kveð í bili, bið að heilsa heim.





Sunday, January 21, 2007

Það er sunnudags morgun og allir sem sofa nema ég og þú.

Já það mætti nú alveg halda þessu fram, en nú er ég vaknaður búinn að vera vakandi reyndar í nokkra tíma, enn frami steinn sefur hinn ógurlegi, skvettir úr sér þá 23 bjóra +/- nokkra, sem hann var duglegur að skvetta í sig og á aðra í gær. Hérna er mynd af kauða þið passið ykkur á honum í framtíðinni.

Fannsi.


En já ætla lítið að ræða síðustu viku enda var hún eitthvað asnalega, náði litlum sem engum svefn og dagarnir voru alveg komnir í rugl, svaf á vitlausum tímum og vann að verkefni á vitlausum tímum, en ég er nú samt sem áður frekar sáttur við eitt, náði að halda markmiði vikkunnar hvað það varðar að mætta í jimmið. Já ég var vaknaður kl 6 á hverjum morgni og farinn niður að æfa, þetta var alveg þræl fín leið til að byrja daginn og ætla að reina að halda því áfram. Nú ekki skeði það mikið hjá mér í síðustu viku, Tommi hringdi í mig á miðvikudaginn og sp hvort ég nennti ekki að kíkja í nokkra bjóra með honum og kærustunni Lindu, þeim leiddist eitthver ósköpin. Þannig að ég bjallaði á Leó og tékkaði hvort það væri ekki hægt að smala í samkomu þar, og ekki var það nú neitt mál, enda Benderin alltaf til í smá bús. En ekki drakk ég mikið það kvöldið, endaði með að koma 2-3 rauðvíns glösum ofan í mig og taka 2 pool, og rölti svo bara heim, enda búinn að segja að ég ætli ekki að detta í það þessa vikuna. En já svona leið vikan vinna,vinna,vinna,lítill svefn,lítill svefn, og jimmið. Jæja svo kom helginn, tók hana með trompi fór beint heim eftir skóla á föstudaginn, þar sem ég lagði mig fram að kvöld matt, og skellti svo í einna omeletu sem var líka svona feikna vel heppnuð, fékk mér svo smá snakk og 2 súkkulaði í skál, og hafði auðvitað einn kaldan við höndina, settist yfir video og steinsofnaði upp úr 10 leitið, vaknaði svo eldhress við sms frá Gunna félaga um nóttina sem vildi endilega tilkynna mér það að nú væri hann og Leó komnir á barinn hérna uppfrá. Veit ekki hvort að hann vildi að ég myndi líka koma en grunnar að hann hafi giskað á það að ég hafi verið að vakna á þessum tíma þar sem ég hef ekki sofið lengur en til 5-6 alla síðustu viku. En já svaf samt til að verða 5-6 eftir þenna vekjara og skellti mér svo í jimmið. Svo þegar leið á hádeigi var haldið niður í bæ að horfa á Liverpool taka á móti Cheelsy. Og verð að viður kenna það var smá kvíði fyrir þann leik, en strax eftir nokkra mínótur komust mínir menn yfir og bæt svo öðru við bara svona til gamans og endaði leikurinn 2-0, og vorum við Fannar frekar sáttir við það, alla vega fengu raddböndin vel að taka á því áður en leikurinn var á enda.
Enn já eins og ég sagði hér áður lítið hjá mér að ske þessa viku og helgi annað en að menn þvoðu af sér sokkana, og í hundraða tali. Enn hins vegar skeði nokkuð annað í þessari viku sem skeður aðeins einu sinni á ári, hún móðir mín Sveinfríður Högnadóttir átti afmæli miðvikudaginn þann 17 Jan og óska ég henni innilega til hamingju með það, og vildi að ég hefði gettað verið heima óskað þér til hamingju með daginn.

En já að því vikulega, hef núna stundað jimmið í einna viku og á langt í land með að ná settum árangri sem eru 70 kg til að byrja með. Núna hafa menn eignast vigt og líka þessa frábæru vigt sem sést á mynd hér neðar. Og þegar ég stíg á hana segir hún mér að ég sé 62 kg, þannig að núna þarf ég að reina að troða utan á mig 8 kg af vöðvum til að ná þessu markmiði. En stefni að því að vera kominn ansi nálagt því á afmælis daginn minn þann 16 feb, þannig að það gefur mér rétt tæpan mánuð í sett mark.

Enn köllum þetta nóg í bili. Er alltaf með of mikinn texta of efa að fólk nenni að lesa hann allan, kannski mar fari að bloga 2 í viku en efa að mar hafi tíma í það.

Ég.


Nýja vigtinn.

Sunday, January 07, 2007

Það er Sunnudagur í danmörku. Það rignir á gluggan úti, enn inni er þurt.

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á blog, þar sem menn hafa látið það alveg eiga sig í jólafríinu.

Ætla að byrja á því að þakka öllum fyrir þessar frábæru jólagjafir sem ég fékk. :)
Já þetta var æðislegt jólafrí heima á klakkanum og vildi helst hafa getað verið lengur heima en nú tekur skólinn við aftur og menn verða að fara hamast við að læra.
Verð nú samt að viður kenna að maður fékk smá heimþrá fyrsta daginn sem maður kom hérna út. Já það skeði svona hitt og þetta í jólafríinu, menn drukku, áttu, spiluðu og skemmtu sér almennt mjög vel. En best að ég geri kannski smá ferða sögu af þessu fríi.

Ég og Leó lögðum af stað héðan frá Aarhusum um miðjan dag og vorum komnir á flugvöllinn í köpenn 3 tímum síðar, svo eins og vanlega á flugi frá og til íslands þá var um 2-3 tíma töf á vélinni þannig að við þurftum að bíða en það var nú í góðu skelltum bara bjór í belginn á meðann svo mar gætti nú sofið í vélinni á leiðinni heim. Lentum svo heima um 2 að íslenskum tíma, þar sem Ingólfur hetja beið eftir okkur ekta íslensku veðri lagður í stæði sem hentar mönnum eins og honum vel hehe.
Ég og Leó fengum svo að gista hjá Beggu og Steppa, þakka kærlega fyrir það, alltaf gott að eiga góða að. Svo skutlaði Steppi okkur á flugvöllinn daginn eftir og ég var mjög heppinn fékk með fyrstu vél heim, en skilst að það hafi ekki verið flogið neitt í nokkra daga vestur. Þegar ég kom svo vestur beið Palli bró eftir mér þar með gott glott á vörunum ;) Brá nú samt smá þegar ég sá hann minnti að helvítið væri minna ;)
En já þá var kominn heim og það tók á móti manni þetta líka fína veður eða þannig, daginn eftir var bókstaflega hægt að fara og renna fyrir fisk í bænum, og þurfti maður vöðlur til að komast inn á bensínstöðina.
En ef mar rennir fljótlega yfir hvað var gert um jólin. Það var étið mikið af góðum matt, drukkið töluvert af bjór í góðum félags skap, spilað, hlegið og étið meira. Maður bætti alveg á sig góðum 5-6 kg yfir jólin. Og svona miða við hvað mér var sagt þá mátti mar nú alveg við því. Fólk sem þekkti mann ekki aftur mar var búinn að skerpa svo saman. En eftir að hafa átt yndislega jól og áramót heima með fjölskilduni var lagt á stað aftur út. Ég var svo heppinn að mamma var einn mitt að fara suður á sama tíma og ég þannig að ég var með far frá og til flugvallarins. Löguðum svo afstað upp á keflavíkur völl kl 4 daginn eftir, tókum með okkur Erlu og Leó þar sem þau voru að mætta í flug á sama tíma og ég. Þegar við komum svo í vélinna á keflavík tók sama sagan við það var 40-60 mín töf á vélinni alveg dæmigert, en náði að sofa meiri hlutann af fluginu þannig að það var fínt. Þegar við komum til köpen áhváðum við Leó að skella okkur aðeins á strikið og hita Erlu þar, en hún ætlaði að vera samferða okkur upp í Aarhus í lestinni. Þannig að við hentum af okkur töskunum í geymslu og röltum strikið aðeins. Ætluðum að taka lestinna svo kl 6 heim, enn nei vitið menn þegar við komum aftur á stöðina og ætluðum að skella okkur í lest þá var töf á henni ekki í einn eða tvo tíma heldur í rúmlega 4 tíma, gátum loks tekið lestina kl 10:30 og vorum þá kominn upp í Aarhus um að verða 2 um nóttina, og má segja að fólk hafi verið orðið frekar þreyt búinn að ferðast síðan 4 um morgunninn. Þannig að þegar ég loksins kom heim var ég eins og aftur ganga alveg búinn á því, hoppaði upp í sófa horfði á video og borðaði íslenskt nammi. Var svo sofnaður um kl 3:30 og held ég hafi sjaldan sofið jafn fast, var eins og maður sem er sleginn með skóflu í andlitið eftir að hafa hlaupið 3 sinnum upp í Hjallgrímskirkju turn.

Já þetta var allt í allt frábært frí og hefi ekki gettað lukkast betur. En já að núinu, er að fara byrja að æfa núna aftur og ætla að reina að vera búinn að bæta á mig svona 10 kg í lok febrúar. En ég munn byrja á að halda vikulega dagbók um það hérna í næstu viku. Mataræði, æfingar, kg og mynd af árangrinum. ;) Þori ekki öðru fólk virtist hafa svoddan áhyggjur af manni heima að mar fengi ekkert að éta hérna úti.
Já helginn er búinn að vera fín, kíkti á leikinn í gær með Leó og Fannari, ekki góð úrslit í honum en mar vinnur suma og tappar sumum. Eftir það fór í svo í smá gleðskap hjá Tomma þar sem ég opnaði Reykjar Vodka flöskuna sem ég tók með mér út, og verð að segja að hann er nú bara alls ekki jafn vondur og venjulegur vodki ;) en er samt ekki að segja að mér finnist spírinn góður. Vorum þar í gleðskap eitthvað fram eftir þar til haldið var á barinn þar sem var skellt í nokkra púl og einn tvo bjóra. Hélt svo heim um að verða 4 í nótt og svaf svo vel fram á miðjan dag. Þá var farið í búð og svo er ég að rembast við að koma mér í að læra núna.
Enn held ég kalli þetta gott í bili, henti nokkrum myndum hérna með til gamans, af því sem ég var að mynda um jól og áramót.

Hvet svo fólk til að fylgjast með bloginu hérna í næstu viku þar sem ég kem með fyrstu upp færsluna af því hvernig gengur að koma á sig 10 kg, og upplesíngar um smá þátt sem ég og Leó erum að fara starta og verðu settur á vefinn vikulega ef það gengur eftir.

Kv.Högni