Sunday, November 26, 2006

Jæja þá er einn helginn í viðbót liðin hjá.

Síðasta vika gekk frekar hratt fyrir sig. Verkefna vinna og ekkert annað en verkefna vinna. En já erum svona næstum búinn með verkefnið reikna með því að það klárist núna á mánudaginn þannig að þá er næsta vika frekar létt.
Fór á fimleika æfingu í síðustu viku, já fimleika æfingu meira að segja tvær, fór í fyrra skiptið með Erlu til að taka myndir fyrir vefsíðuna sem hópurinn minn var vinna að, og vitið menn þetta leit út fyrir að vera sjúklega gaman. Tveir tímar að leika sér á trampolínum, þannig að ég ákvað að skella mér bara með Erlu á næstu æfingu og taka þá þátt. Og jú ég mætti á æfinguna, leist nú ekki alveg nógu vel á þetta fyrst til að byrja með, frekar skrítinn upp hitun enn samt gaman af þessu. Svo var byrjað að æfa, og kallinum var skellt í byrjunar hópinn, en ekki hvað. Byrjum þar á því að læra að standa á höndum. Og vitið menn það tókst bara nokkuð vel, stelpan sem var að þjálfa mig sagði alla vega að ég væri að standa mig bara nokkuð vel :) En já svo var farið að prófa eitthvað erfiðar og allt gekk bara furðu vel fyrir sig. Svo í endann á æfingunni fengum við smá tíma til að leika okkur og þá byrjaði gamannið. Fór á frekar stórt trampolín sem maður gat svo stokkið af út í gryfju sem var full af svömpum, allger snilld. Skellti mér í tvöfalt heljar stök á fyrstu æfingunni, og var alveg húkt á því að stökkva af þessu fór nokkur stök í við bót, sem endaði náttlega bara á einn veg, krakaði eitthvað í bakinu og fékk olbogan í lærið, þannig að mar svona haltraði út af æfingunni. En mar ætlar samt sem áður að skella sér á aðra æfingu á morgun þannig að það er bara sjá hvort mar komi heill út eða ekki.

En Já helginn var ágætt, höfðum smá party hérna hjá mér á föstudaginn. Nokkuð vel heppnað bara held ég, alla vega allir góðir á því þegar skellt var í bæinn. Fórum þar á einn klúp og svo skellti ég mér bara heim. Þegar ég kom heim var skellt “smá” pasta í pott og kokkað pasta með osti og pastasósu. Glæsilegt bara.
Svo á laugardaginn var skellt sér til Kat um kvöldið en stelpan sem leigir með henni var að flytja út þannig að það var kveðju party fyrir hana þar. Það var nokkuð gaman þar og ekki skemmdi fyrir að þær stelpuna skelltu sér til þýska lands á föstudeiginum og keyptu ódýran bjór, sem var svo deilt út í partyinu. Þannig að allt í allt var þetta ágætis helgi bara.

En já núna eru menn að flytja kominn tími á að maður pakki öllu dótinu og komi sér á nýja staðinn. Ætlum að skella okkur á laugardaginn í það að flytja allt dótið upp eftir.
En jæja köllum þetta nóg í bili.

Kv.Högni







5 comments:

Anonymous said...

Þetta voru fínustu partý, Madz klárlega maður kvöldsins í Singstar.

Hogni Marzellius Þórðarson said...

Hehe það var nú ekki spurning um það enda sést það allveg á myndunum, ;)

Anonymous said...

Hvernig var það, tókstu ekki My Bonnie Högni? ;)

Hogni Marzellius Þórðarson said...

Haha nei létt það nú vera ;)

Anonymous said...

Ja, sennilega svo pad er