Sunday, January 28, 2007

Sunnudags rigning.

Já það rignir í Danmörku í dag.
Nenni ekki að vera gera langa færslu hérna á blogginu þó það sé kominn sunnudagur, ekki mikið sem skeði í síðustu viku. Ég var veikur og við skulum bara láta það vera þannig. En jú núna í næstu viku byrja ég með nýja síðu, var að kaupa mér url og það verður virkt núna í næstu viku og hvet þá fólk til að kíkja inn á http://www.hognimassi.com/ en það verður síðan mín, þó ég munni halda áfram að blogga hérna þá er hitt svona þar sem ég munn koma með skólaverkefni og meira sem ég er að vinna í.

En að helginni, þessi helgi var fín orðinn sæmilega frískur á Föstudaginn og þá var haldið í afmæli hjá henni Erlu Malen. Og til hamingju með daginn stelpa skemmti mér vel hjá þér þó ég hafi nú ekki stoppað jafn lengi og aðrir ;) Svo var gær kveldið tekið með trompi, keifti mér net áskrif á TV zulu og gat horft á strákana okkur vinna :D samt útsendingin aðeins á eftir lýsingunni heima en ekkert að því. Sátum hérna 5 samana að dreka bjór borða popp og horfa á leikinn alger snilld. Svo var haldið til Tomma í smá gleðskap og eftir það var svo farið í singstar party á barnum sem var líka svona þrusu vel heppnað. En dagurinn í dag er bara letti, ætla að vinna í síðunni og borða góðan matt. Sé til hvort ég nenni að vera fara í jimmið á eftir en það gætti alveg farið svo ;).


En já uppfærslur á hvernig það gengur að koma sér í form, þá gekk það frekar seint í síðustu viku vegna veikinda, léttist um alveg þessi 3 kg sem mar var búinn að reina að koma á sig þannig að mar þarf að byrja á 0 í raun aftur. En er núna rétt um 60 kg og þarf að reina að bætta á mig svona 10 kg áður en febrúar er liðinn, sé það ekki ske en ætla að stefna á svona 4-6 kg og vera þá kominn í svona 64-66 kg þegar Feb er liðinn.
Hérna er svo uppfærslu myndin, verð nú að viðurkenna að þetta er smá póss ;)
Njótið vel. Tekk svo 4 myndina í næstu viku og þá raða ég þeim saman svo það sé hægt að sjá ef það er einhver munnur á manni.




Annað sem er að frétta þá er það lítið endilega skoðið Photo A Day hjá mér, var með skemmtilega þemu í síðustu viku, “svipað en ekki eins” og í þessari viku verður þemað “fólk með fólki”

En ætla að planta hérna niður nokkrum myndum sem ég skaut í gær þegar ég fékk mér smá frískandi göngu ferð :D

Jæja kveð í bili, bið að heilsa heim.





2 comments:

Anonymous said...

Nú vantar þig hérna á ísafjörð veðrið er geggjad og nægur snjór. Eg nenni nebblega ekki einn upp í fjall en það þýðir ekki að væla um það.

Þegar þú hefur tíma geturu sent mér sms með símanúmerinu þínu?

Anonymous said...

Heirðu hefi allveg verið til í smá slóps núna mar.

Já sendi á þig símann hjá mér annas getturu tékað hann á hognimassi.com