Já það mætti nú alveg halda þessu fram, en nú er ég vaknaður búinn að vera vakandi reyndar í nokkra tíma, enn frami steinn sefur hinn ógurlegi, skvettir úr sér þá 23 bjóra +/- nokkra, sem hann var duglegur að skvetta í sig og á aðra í gær. Hérna er mynd af kauða þið passið ykkur á honum í framtíðinni.
Fannsi.

En já ætla lítið að ræða síðustu viku enda var hún eitthvað asnalega, náði litlum sem engum svefn og dagarnir voru alveg komnir í rugl, svaf á vitlausum tímum og vann að verkefni á vitlausum tímum, en ég er nú samt sem áður frekar sáttur við eitt, náði að halda markmiði vikkunnar hvað það varðar að mætta í jimmið. Já ég var vaknaður kl 6 á hverjum morgni og farinn niður að æfa, þetta var alveg þræl fín leið til að byrja daginn og ætla að reina að halda því áfram. Nú ekki skeði það mikið hjá mér í síðustu viku, Tommi hringdi í mig á miðvikudaginn og sp hvort ég nennti ekki að kíkja í nokkra bjóra með honum og kærustunni Lindu, þeim leiddist eitthver ósköpin. Þannig að ég bjallaði á Leó og tékkaði hvort það væri ekki hægt að smala í samkomu þar, og ekki var það nú neitt mál, enda Benderin alltaf til í smá bús. En ekki drakk ég mikið það kvöldið, endaði með að koma 2-3 rauðvíns glösum ofan í mig og taka 2 pool, og rölti svo bara heim, enda búinn að segja að ég ætli ekki að detta í það þessa vikuna. En já svona leið vikan vinna,vinna,vinna,lítill svefn,lítill svefn, og jimmið. Jæja svo kom helginn, tók hana með trompi fór beint heim eftir skóla á föstudaginn, þar sem ég lagði mig fram að kvöld matt, og skellti svo í einna omeletu sem var líka svona feikna vel heppnuð, fékk mér svo smá snakk og 2 súkkulaði í skál, og hafði auðvitað einn kaldan við höndina, settist yfir video og steinsofnaði upp úr 10 leitið, vaknaði svo eldhress við sms frá Gunna félaga um nóttina sem vildi endilega tilkynna mér það að nú væri hann og Leó komnir á barinn hérna uppfrá. Veit ekki hvort að hann vildi að ég myndi líka koma en grunnar að hann hafi giskað á það að ég hafi verið að vakna á þessum tíma þar sem ég hef ekki sofið lengur en til 5-6 alla síðustu viku. En já svaf samt til að verða 5-6 eftir þenna vekjara og skellti mér svo í jimmið. Svo þegar leið á hádeigi var haldið niður í bæ að horfa á Liverpool taka á móti Cheelsy. Og verð að viður kenna það var smá kvíði fyrir þann leik, en strax eftir nokkra mínótur komust mínir menn yfir og bæt svo öðru við bara svona til gamans og endaði leikurinn 2-0, og vorum við Fannar frekar sáttir við það, alla vega fengu raddböndin vel að taka á því áður en leikurinn var á enda.
Enn já eins og ég sagði hér áður lítið hjá mér að ske þessa viku og helgi annað en að menn þvoðu af sér sokkana, og í hundraða tali. Enn hins vegar skeði nokkuð annað í þessari viku sem skeður aðeins einu sinni á ári, hún móðir mín Sveinfríður Högnadóttir átti afmæli miðvikudaginn þann 17 Jan og óska ég henni innilega til hamingju með það, og vildi að ég hefði gettað verið heima óskað þér til hamingju með daginn.
En já að því vikulega, hef núna stundað jimmið í einna viku og á langt í land með að ná settum árangri sem eru 70 kg til að byrja með. Núna hafa menn eignast vigt og líka þessa frábæru vigt sem sést á mynd hér neðar. Og þegar ég stíg á hana segir hún mér að ég sé 62 kg, þannig að núna þarf ég að reina að troða utan á mig 8 kg af vöðvum til að ná þessu markmiði. En stefni að því að vera kominn ansi nálagt því á afmælis daginn minn þann 16 feb, þannig að það gefur mér rétt tæpan mánuð í sett mark.
Enn köllum þetta nóg í bili. Er alltaf með of mikinn texta of efa að fólk nenni að lesa hann allan, kannski mar fari að bloga 2 í viku en efa að mar hafi tíma í það.
Ég.

Nýja vigtinn.

No comments:
Post a Comment