Sunnudagur og jólin fara alveg að koma.
Jæja þessi vika er loksins búinn. Ömurlegir skóladagar, ekkert nema kenningar og stuff í sambandi við Workshop 3 verkefnið sem við erum að byrja að vinna í. Til að út skíra það aðeins nánar þá gengur þetta verkefni út á þá er það að við eigum að koma upp með hugtak eða kenningu hvernig hægt sé að bætta skóla aðstöðuna eða eitthvað þannig tengt media sviðinu. Þetta verkefni sem sagt suckar, en eigum að enda uppi með full unna kynningu í flash og 10 bls ritgerð. Jamm góðir tímar fram undan ;)
En já vikan leið, þó hún hafi farið frekar hægt yfir. Mætti ekki í skólann á þriðjudaginn, en kenni Erlu alfarið um það, þar sem það var smá kveðju djamm fyrir hana áður en hún fór heim á klakann. Enn það sem ég missti af var ekki eitthvað sem skipti máli þar sem kunni það fyrir. (svona eins og svo margt annað sem ég er að læra)
En já vikan leið og helginn kom. Föstudagurinn var fín, vorum með fyrstu kinninguna á verkefninu okkar, og þetta hugtak sem við erum að vinna með virtist bara virka ágætlega á kennarana allavega voru þeir að gefa góð comment til baka og vildu endilega að við myndum vinna meira og gera þetta í alvöru þannig að ég býst við að það sé þó nokkur vinna hjá okkur eftir jólafríið.
En eftir tímann á föstudaginn var haldið í hefðina. Skelltum okkur á föstudags barinn og fengum okkur 2 bjór og spiluðum nokkrar lotur í foshball. Það var ekkert öðruvísi en vanalega Leó endaði uppi sem sigurvegari.
En eftir það var farið í Cityvest og tékkað á skirrtu og dóti fyrir Sif, fann hvorugt. ;( Svo um kvöldið var haldið heim til Gunna þar sem við sátum yfir spilum og drukkum 2-3 bjóra/ meðan aðrir svolgruðu í sig heilli flösku af Jagara. Já það fór nú þannig að þarna hjá Gunna býr stelpa frá USA og annar strákur þaðan líka, og við horfðum á þau tvö stúta og þá meina gjörsamlega sláttar heilli flösku af Jagara á 20 mín, þarf ekki að nefna það að ástandið á þeim var eins og 2 múmíur hefðu stokkið upp úr gröfinni og byrjað að diskó þarna um gólfið. En já vaknaði svo bara nokkuð hress á laugardags morgunninn. Laugadagurinn var svo tekinn með trompi, fór og þreif af mér spjarirnar, og verslaði smá matt og síma innistæðu. Skellti mér svo í bæinn að hitta Sigga og við fórum saman að éta á Kaffi Viggo minnir mig að staðurinn heitir. Takk fyrir mig Siggi.
Svo um kvöldið var farið heim til Tómasar, þar var byrjað að dreka í rólegheitum, en svo varð kvöldið meira og meira svart, fórum frá bjórnum í viskí frá viskí yfir í íslenskan brenni þaðan var svo haldið í nokkur jellyshots og svo aftur yfir í bjórinn. Þarf væntanlega ekki að segja að ástandið á mönnum var eins og kaffið sem ég fékk mér í morgunn, blekk svart, og líðan í morgun eftir því. En núna eru menn ornir sprækir aftur, búinn að henda í sig kaffi, morgun mat, hádegis mat, stökkva í sturtu og fara með restina að þvottinum í vélina, og er svo að spá í að rölta mér í ljós og ryksuga og kannski að byrja á að pakka fyrri heimkomuna.
Enn já núna eru 2 dagar í heim kommu og ekki laust við það að mönnum er farið að hlakka svolítið mikið til að koma heim. Ég og Leó leggjum af stað héðan í lestinni um kl 2 á þriðjudaginn og verðum svo lentir heima á íslandi vonandi um að verða 11 um kvöldið.
Hlakka alveg helling til að komast heim og hitta alla aftur og fá að vera smá tíma heima, hef heyrt að skíðasvæðið sé opið þannig að það er bókað mál að mar renni undir sig brettinu yfir jólin og kýlir nokkrar ferðir í snjónum, ekki annað hægt þar sem mar býr í landi sem er flatara en bringan á Gunna ;) (hehe ekki illa meint kallinn) og þar með ekkert hægt að brettast hérna. Já get svo ekki beðið eftir að komast í mynda safnið hjá Gísla og Sóley og fá að sjá allt ævintýrið þeirra, enginn smá öfund hérna í gangi.
Og svo er það auðvitað toppurinn á jólatrénu að fá að hitta litlu frændur mína aftur þá Albert og Snævar. :D
En já er að gleyma einu, kallinn skellti sér í klippingu í vikunni enda var kominn tími á það. Skelli mynd af manninum ný klipptum hérna inn.
Kv, núna næsta blogg verður af klakanum.
Sunday, December 17, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
hey högni, hafðu það gott með familíunni á Ísó og Gleðileg Jól og farsælt komandi ár... hittumst svo hressir og höldum áfram að búa til sögur (gera skandala) á nýju ári.
Svoddan, færð ekki meira, ég sendi engin jólakort ;)
jæja ég vil svo fá eina góða færslu hjá þér eftir kvöldið í kvöld (2. í jólum). Fá að heyra aðeins hvað er að gerast á Ísafirði og hvort að menn séu búnir að taka það vel á því við matarborðið að við hreinlega verðum að fara í ræktina þegar við komum aftur út. Veit allaveganna að ég hef sjaldan borðað jafn mikið
p.s. kominn með gamla bloggið mitt blog.central.is/ledzchers, búinn að týna passwordinu og username-inu þannig að ég get ekki fengið það aftur :) verð að fara nota þessa hugmynd hjá þér með að geyma öll svona orð á ákveðnum stað
Gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár. Takk fyrir það liðna. Við sjáumst svo blýsperrtir 5.jan, þá ruglum við aðeins í liðinu í Köben áður en við ruglum í liðinu í Aarhus á háu stigi.
Post a Comment