Jæja menn eru bara duglegir við að blogga núna.
Svo ég byrji frá því sem fyrr var horfið. Laugardagurinn sem leið var fín, svolítið þunnur um morgunninn, en það lagaðist svo þegar leið á daginn. Dagurinn fór svona að mestu í það að sitja og lesa. Kvöldið var svo önnur saga, fékk sms frá Fannari að það væri samkoma heima hjá Erlu um kvöldið og ég ætti endilega að setja stefnuna á það. Og þó menn hafi nú ekki verið í miklum partý gír var kýlt á það. Sáttum svo þar í góðan tíma með tónlist og húmor til skemmtunar, drukkum og sulluðum smá, en eftir einn góðan leik var svo haldið í bæinn, og skelltum okkur á bar sem er aðeins frá læknum, kósý og fínstaður. Sátum þar til lokkunar og héldum svo á Britswaters og sáttum hann einnig af okkur. Eftir það var svo haldið heim til Erlu í annað sinn, nokkrum sálum fleiri en fyrr um hvöldið. Þar var svo settið eitthvað fram eftir nóttini og enduðum flest á að krassa þar bara. Sunnudags morgunninn var svo hörmung, vaknaði um 10-11 leitið og ákvað að halda heim á leið. Þegar heim var komið svaf ég svo til að verða 2-3 og svo var fengið sér spæld egg og læti. Eyddi svo deginum bara í rólegheitum.
Enn núna er það bara skólinn sem mar er að einblína á, fyrir lestara og undirbúningur fyrir komandi verkefni eru í fullum gangi. Er að vinna í hóp með nokkrum í bekknum. Montu Thean og Henrietu, held að þetta munni bara ganga vel, þær ætla að sjá um analæsa síðuna en við strákannir um hönnun og vef virkni. Ætlum að re-designa einhverja danska fimmleika síðu, og kallinn kemur til með að skella sér á nokkrar æfingar til að taka myndir fyrir síðuna á komandi vikum.
En held að þetta sé nú alveg gott í bili er að fara skella mér í smá action skript og kem til með að sína það sem ég er að fara hana í næstu viku, þangað til set ég krækju hérna Klukka inn á klukku sem ég var að hana í gær, ekki nógu vel gerð en nennti ekki að laga grafíkina, skriprið virkar eins og það á að virka, og einna mynd sem ég var að dunda mér við að skella saman. Endilega benda fólki á að klikka á myndinnar til að sjá þér stæri.
Og já svo er það sjónvarps stjarna dagsins. Kíkið á 40 mín
Mamma
http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2002&progId=siste
Kv.Högni

1 comment:
hæhæ;)
Við kíkjum hérna við á hverjum degi:) hlökkum til að fá þig heim um jólin..
Kveðja Addi Massi og Sif Huld
Post a Comment