Blogg Leysi.Jæja ætli það sé ekki kominn tími á eins og eitt blogg hjá manni.
Þessar vikur líða alveg ótrúlega hratt. Síðustu 2 vikur komu og fóru bara eins og fugl að vori. Enn það hefur svona hitt og þetta drifið á daginn. Erum alveg á kafi í vinnu í skólanum þessa dagana erum að byrja að hana vefsíðu og consept fyrir ferðaskrifstofu (all made up). Erum að vinna í hópum svona 3-4 í hóp. Er að vinna núna með Janus, Kristleifi og Lewye. Þetta byrjaði svona ágætlega hjá okkur er sáttur við hugmyndina sem er kominn og munnum svo halda áfram að þró þetta á næstu vikum en lokka skil eru í mars. Er einnig að vinna að CV síðu fyrir mig sem verður upploduð vonandi fyrir næstu helgi. En það eru lokka skil á henni þá. Hún mun koma til með að leysa af hólmi núverandi
http://www.hognimassi.com/ síðuna. Eining erum við farinn að læra aðeins á Javascript sem virkar spennandi hef verið að fara yfir það sem við höfum verið að læra hingað til, í dag.
Enn já svo er eitthvað vesen á nýju tölvunni er ekki að ná að starta sér upp vegna einhverja villa sem koma upp við að kveikja á henni. Gunni tæknifræðingur og sérfræðingur ætlaði að reina að líta við á mig á eftir og skoða þetta eitthvað, vona bara að ólpíumeistarinn í tölvugrúski geti hjálpað mér með þetta. Tommi hefur líka verið duglegur við að stökkva á milli húsa og hjálpa mér að koma foritum inn í tölvuna og held að hann verði kominn í feikna form á notime ef þetta heldur svona áfram. Þakka þér Tommi Tölvu kall fyrir alla hjálpina gaur. En já hef verið svona hálf bæklaður í dag þar sem ég komst ekki inn í tölvuna og gat því ekkert fengið að leika mér í að klára uppsetningu á CV síðunni, en ætlaði að eiða deginum í það.
En svona að daglega lífinu, lenti í því miður skemmtilega veseni áðan að galla bugsonum mínum var annað hvort stolið eða einhver tekið þær í misgripum í þvotta húsinu, enn restin af fötunum mínum var þarna. Veit ekki af hverju eitthver hefur tekið upp á að stela þeim ef þeim var þá stolið því þarna voru aðra sem eru mun betur farnar en þessar. Þannig að vona að einhver hafi bara tekið þær í misgripum og skili þeim í þvotta húsið á næstu dögum. Ef ekki þá er þarna út þjófóttur einstaklingur sem stelur illa förnum buxum, bönnunum og bláberjabjór.
Enn já svo er búið að vera soltið mikið djamm á okkur síðustu viku en vorum tutor fyrir þá nema sem voru að byrja núna í skólanum og eins og fylgir dönskum skóla reglum eiga menn að vera fullur fyrstu vikuna í skólanum. Þannig að skólinn splæsti á okkur smá bjór. Svo var tekinn dagur í að kinna þeim Aarhus með stoppum á nokkrum vel völdum stöðum. Og núna á fimmtudaginn var svo farið út að borða með liðinu á áströlskum veitingar stað og tekkið gott kareokí á það um kvöldið, áttum svo að fá fríjan bara á föstudaginn en því var frestað um einna helgi sem er ekki slæmt þar sem maður á nú afmæli næsta föstudag. /*BIG 23*/ :) gott mál allt í allt. Fer svo á þorrablót 17.feb og svo á heiðurs maðurinn og höfðingi flasarana hérna í Aarhusum afmæli á sunnudaginn eftir það. Þannig að það má reikna með bleyttu og háværum söng um næstu helgi.
Enn já hef ekki hreift mig núna í 2 vikur heldur hamast við að troða í mig hafragraut á morgnanna og stórum kvöld verð á kvöldin og vitið menn það er að virka. Kallinn er búinn að þyngjast um 5 kg á 2 vikum. Núna verður tekinn önnur vika í viðbót þar sem mar hleður á sig kolvetnum og svo verður farið að sprikla aftur. 6-arinn farinn og kúturinn kominn. :D held það sé rétt hjá vinnum og ættingjum að ég mátti nú alveg bætta á mig eins og 10 kg. Hef verið töluvert orku meiri þessar vikur og ekki jafn kalt alltaf. Þannig að markmiðið eru sett á 3 kg í þessari viku og svo að hlaða á sig í rólegheitum eftir það. Mamma var svo að tala um að senda á mig smá pakka, hvað verður í honum kemur í ljós. En veit að hún var að tala um að skella lýsis pillum með fyrir mig. Takk fyrir það Mamma mín.
Já held að ég kalli þetta bara gott í bili hef ekkert verið að standa mig í mynd á dag síðustu vikur og það verður sennilega að conceptinu mynd við og við eftir því sem lengra líður á árið. En var sáttur með að ná 2 vikum hef ekki náð því áður.
Bestu kveðjur á alla heima, og velkominn í land Gísli Sveinn veit að þú tekur minn stað við barinn fyrir vestan meðan ég er hérna í dk enda ertu staðfastur drykkju og snúðahrings maður að eðlisfari.
Nýja tölvumúsar mottan
Tók þetta af staðnum sem við fórum útt að borða á.