Það er Sunnudagur í danmörku. Það rignir á gluggan úti, enn inni er þurt.Jæja ætli það sé ekki kominn tími á blog, þar sem menn hafa látið það alveg eiga sig í jólafríinu.
Ætla að byrja á því að þakka öllum fyrir þessar frábæru jólagjafir sem ég fékk. :)
Já þetta var æðislegt jólafrí heima á klakkanum og vildi helst hafa getað verið lengur heima en nú tekur skólinn við aftur og menn verða að fara hamast við að læra.
Verð nú samt að viður kenna að maður fékk smá heimþrá fyrsta daginn sem maður kom hérna út. Já það skeði svona hitt og þetta í jólafríinu, menn drukku, áttu, spiluðu og skemmtu sér almennt mjög vel. En best að ég geri kannski smá ferða sögu af þessu fríi.
Ég og Leó lögðum af stað héðan frá Aarhusum um miðjan dag og vorum komnir á flugvöllinn í köpenn 3 tímum síðar, svo eins og vanlega á flugi frá og til íslands þá var um 2-3 tíma töf á vélinni þannig að við þurftum að bíða en það var nú í góðu skelltum bara bjór í belginn á meðann svo mar gætti nú sofið í vélinni á leiðinni heim. Lentum svo heima um 2 að íslenskum tíma, þar sem Ingólfur hetja beið eftir okkur ekta íslensku veðri lagður í stæði sem hentar mönnum eins og honum vel hehe.
Ég og Leó fengum svo að gista hjá Beggu og Steppa, þakka kærlega fyrir það, alltaf gott að eiga góða að. Svo skutlaði Steppi okkur á flugvöllinn daginn eftir og ég var mjög heppinn fékk með fyrstu vél heim, en skilst að það hafi ekki verið flogið neitt í nokkra daga vestur. Þegar ég kom svo vestur beið Palli bró eftir mér þar með gott glott á vörunum ;) Brá nú samt smá þegar ég sá hann minnti að helvítið væri minna ;)
En já þá var kominn heim og það tók á móti manni þetta líka fína veður eða þannig, daginn eftir var bókstaflega hægt að fara og renna fyrir fisk í bænum, og þurfti maður vöðlur til að komast inn á bensínstöðina.
En ef mar rennir fljótlega yfir hvað var gert um jólin. Það var étið mikið af góðum matt, drukkið töluvert af bjór í góðum félags skap, spilað, hlegið og étið meira. Maður bætti alveg á sig góðum 5-6 kg yfir jólin. Og svona miða við hvað mér var sagt þá mátti mar nú alveg við því. Fólk sem þekkti mann ekki aftur mar var búinn að skerpa svo saman. En eftir að hafa átt yndislega jól og áramót heima með fjölskilduni var lagt á stað aftur út. Ég var svo heppinn að mamma var einn mitt að fara suður á sama tíma og ég þannig að ég var með far frá og til flugvallarins. Löguðum svo afstað upp á keflavíkur völl kl 4 daginn eftir, tókum með okkur Erlu og Leó þar sem þau voru að mætta í flug á sama tíma og ég. Þegar við komum svo í vélinna á keflavík tók sama sagan við það var 40-60 mín töf á vélinni alveg dæmigert, en náði að sofa meiri hlutann af fluginu þannig að það var fínt. Þegar við komum til köpen áhváðum við Leó að skella okkur aðeins á strikið og hita Erlu þar, en hún ætlaði að vera samferða okkur upp í Aarhus í lestinni. Þannig að við hentum af okkur töskunum í geymslu og röltum strikið aðeins. Ætluðum að taka lestinna svo kl 6 heim, enn nei vitið menn þegar við komum aftur á stöðina og ætluðum að skella okkur í lest þá var töf á henni ekki í einn eða tvo tíma heldur í rúmlega 4 tíma, gátum loks tekið lestina kl 10:30 og vorum þá kominn upp í Aarhus um að verða 2 um nóttina, og má segja að fólk hafi verið orðið frekar þreyt búinn að ferðast síðan 4 um morgunninn. Þannig að þegar ég loksins kom heim var ég eins og aftur ganga alveg búinn á því, hoppaði upp í sófa horfði á video og borðaði íslenskt nammi. Var svo sofnaður um kl 3:30 og held ég hafi sjaldan sofið jafn fast, var eins og maður sem er sleginn með skóflu í andlitið eftir að hafa hlaupið 3 sinnum upp í Hjallgrímskirkju turn.
Já þetta var allt í allt frábært frí og hefi ekki gettað lukkast betur. En já að núinu, er að fara byrja að æfa núna aftur og ætla að reina að vera búinn að bæta á mig svona 10 kg í lok febrúar. En ég munn byrja á að halda vikulega dagbók um það hérna í næstu viku. Mataræði, æfingar, kg og mynd af árangrinum. ;) Þori ekki öðru fólk virtist hafa svoddan áhyggjur af manni heima að mar fengi ekkert að éta hérna úti.
Já helginn er búinn að vera fín, kíkti á leikinn í gær með Leó og Fannari, ekki góð úrslit í honum en mar vinnur suma og tappar sumum. Eftir það fór í svo í smá gleðskap hjá Tomma þar sem ég opnaði Reykjar Vodka flöskuna sem ég tók með mér út, og verð að segja að hann er nú bara alls ekki jafn vondur og venjulegur vodki ;) en er samt ekki að segja að mér finnist spírinn góður. Vorum þar í gleðskap eitthvað fram eftir þar til haldið var á barinn þar sem var skellt í nokkra púl og einn tvo bjóra. Hélt svo heim um að verða 4 í nótt og svaf svo vel fram á miðjan dag. Þá var farið í búð og svo er ég að rembast við að koma mér í að læra núna.
Enn held ég kalli þetta gott í bili, henti nokkrum myndum hérna með til gamans, af því sem ég var að mynda um jól og áramót.
Hvet svo fólk til að fylgjast með bloginu hérna í næstu viku þar sem ég kem með fyrstu upp færsluna af því hvernig gengur að koma á sig 10 kg, og upplesíngar um smá þátt sem ég og Leó erum að fara starta og verðu settur á vefinn vikulega ef það gengur eftir.
Kv.Högni