Það er sunnudags morgun og allir sem sofa nema þú og ég.
Jæja þá er mar kominn snemma á fætur, íbúðin lyktar af sterku kaffi sem mar er að sötra í rólegheitum eftir morgunn matinn. Dagurinn í dag fer sennilega að mestu leiti í það að skrifa xhtml og setja upp vefsíðuna sem við erum að hana fyrir Worshop 2 verkefnið sem við erum að vinna að núna. En það gengur út á að velja heima síðu og endurbætta hana. Síðan sem hópurinn valdi er www.asg.dk og eins og sjá má á henni má bætta hana. Sían er allgerlega flött og alls ekki juserfriendly en plannið er að gera hann betur út lítandi og betur setta upp fyrir notendur þess vefs. Markaðshópurinn sem við erum að stefna að bætta síðuna fyrir eru nú þegar skráðir notendur og notendur sem koma inn á hana í fyrsta skipti. Hún verður því sett þannig upp að þegar þú kemur inn á hana áttu að geta séð strax hvað síðan er um auk þess að þú átt að hafa þann valmöguleika á að geta skráð þig strax inn í kerfið og fengið þannig upp þína notenda síðu með tilheyrandi upplesingum. En til þess að gera það þyrftum við að kunna að setja upp php server en erum ekki alveg kominn það langt í programing tungumálinu þannig að við gerum bara demo af því hvernig það myndi virka. Svo er bara að sjá hvort þetta verði ekki nógu vel gert hjá okkur til að fá 10 fyrir verkefnið ;)
Svo á mánudaginn á að skella sér á æfingu hjá þeim hjá ASG enn Erla ætlaði að vera svo góð að taka mig með á einna æfingu þar sem hún er að æfa hjá þeim, og þar kem ég til með að taka myndir fyrir heima síðuna svo við höfum eitthvað til að vinna grafíkina með.
Vikan sem leið allt of hratt. Já síðasta vika leið allt of hratt. Áttum frí á miðvikudaginn í skólanum þannig að þá var notið þess að sofa aðeins lengur og svo fór restin af þeim deigi bara í að gera undirbúning fyrir þá vinnu sem við þurfum að hefjast handa á í næstu viku. Við vorum næstum eingöngu í tímum í dreamweaver í síðustu viku sem var mjög næs þar sem ég hef unnið á það forrit soltið áður og var því ekki ókunnugur því sem var að ske, og hélt reyndar að ég þyrfti lítið á þeim tímum að halda, en svo kom það í ljós að kennarinn var að kenna á það forrit á allt anna hátt en ég hafði lært og það kom mér soltið á óvart að á fyrstu tímunum lærði ég alveg slatta af nýjum leiðum og kóðum til að vinna með í Dreamweaver. : ) “bara gott mál”
Svo kom hinn heilagi föstudagur þar sem vaninn er að hittast á skólabarnum og fá sér salthentur og 2-3 bjóra eftir erfiða viku, og þessi var eingin undantekning þó að vanalegi hópurinn sem hittist þarna hafi verið aðeins öðruvísi. En já þar var settið og drukkið 2-3 bjóra og spilað á spil, mikið hlegið og skemmt sér. En eftir það var haldið heim til Leós þar sem var skellt góðri tónlist á og menn fengu sér 1-2 bjóra í við bót og svo var haldið í bæinn. Í bænum fórum við á 2-3 staði og skemmtum okkur konung lega. Cat og 2-3 vinnir hennar hittu og svo á einum staðnum og kláruðu kvöldið með okkur. En svona um 3 leitið fannst mér vera kominn tími til að koma mér heim þannig að ég rölti á businn og tók 3 businn heim og þá byrjar sama vesenið og vanalega. Enn einhvern veginn tekst mér aldrei að halda mér vakandi í þessum bus alla leiðina heim þannig að ég sofnaði eins og vanalega á leiðinni og vaknaði svo ekki fyrr en rétt áður enn hann var kominn á enda stöðina og skaust út þar, (þá kominn langt langt frá því þar sem ég á heima). Enn jæja hvað eiga menn að gera, ég hringdi á taxa enn innistæðan mín var frekar í lægri kantinum þannig að áður enn mér tókst að koma manninum í símanum í skilning um það hvar ég væri drapst á símtalinu, þannig að nú var bara eitt í stöðunni og það var að rölta heim. Sem betur fer hef ég komið í þennan bæ nokkrum sinnum þannig að ég rölti mér að lestar stöðinni til að tékka á hvenær næsta lest kæmi og það var ekki fyrr en kl 7 eða 8 og menn voru ekki í stuði til að sitja í 4 tíma og bíða eftir lest, þannig að ég tók mig bara til og rölti með fram lestar teinunum áleiðis heim(best að ég takki það fram ég rölti með fram teinunum ekki á þeim, bara ef fólk færi að vera með áhyggjur ;) ). Enn já það rölt tók mig ekki nema 2 tíma þannig að þegar menn lokksins voru komnir heim til sín svona upp úr 5 leitinu voru þeir bæði dauðsvangir og allgerlega búnir á því eftir rösklegt labb, þá var hent í tvær góðar samlokkur og mjólkur glass og svo var skriðið upp í rúm, og sofnað áður en 2 mín voru liðnar. Svona eru föstudagar alltaf eitthvað nýtt sem skeður. Laugardaginn var svo vaknað frekar snemma miða við á hvaða tíma var farinn að sofa og menn voru nú alls ekki með mikla þynnku í sér þar sem það steinn rann af manni við göngu túrinn daginn áður ( kannski að mar fari að stunda það bara labba heim ). En Laugardagurinn fór svona að mestu í það að hanga bara í tölvunni, skoða síður, gera myndir, hana grafík og svona hitt og þetta smá atriðið sem ég nennti að gera. Kvöldið var svo tekið með trompi, það var hent í tvær þvotta vélar, poppað opnað 1 bjór með poppinu og horft á imbann og háttað snemma. Alveg dæmigert laugardags kvöld hjá mér ;)
Og nú á sunnudeigi er maður vaknaður og farinn að skrifa blog sem er búið að taka mig einn kaffi bolla að skrifa. Núna er ætlunin að taka svona 1 kl tíma í smá vef ráp og skoða hinnar og þessar síður sem maður langar að læra að setja upp, og svo verður hafist handa við lærdóm, ekki mikill lestur í dag en nóg af kóðun. Svo seinni partinn var ég að spá í að plata einhvern með mér í bæinn og setjast á eins og eitt kaffi hús og slappa af, jafn vel ef mar hefur mannskapinn í það að finna sér sólbaðstofu og skella sér í ljós, svo mar verði nú ekki skotinn á fær þegar maður kem heim um jólin. Enn kallinn er jafn hvítur og vetrarhamur Rjúpunnar sem verður étinn um jólin.
Vikan framundan lofar góðu ekkert nema verkefna vinna í skólanum, en ætlum að vinna að verkefninu frá kl 9- 14 eða 15 í skólanum á hverjum degi og svo það sem þarf að gera heima verður heimaverkefni hvers dags en það kemur í ljós hversu mikið það þarf að gera af því. Svo er verið að plana eitthvað samkvæmi á næstu helgi enn það er svo langt í það að mar getur ekki séð það fyrir sér, þar sem þessa viku veriður maður að drukkna í vinnu.
Mig langar einnig að óska honum bróður mínum til hamingju með 8 sætið í flugsunds keppninni sem hann tók þátt í, í gær. Og vona að honum gangi vel í dag, í þeirri keppni sem hann er að fara taka þátt í. Enn hann er nú þegar kominn í hóp 10 bestu flugsunds manna landsins, eftir eins árs hvíld frá sundinu og ég veit að áður en næsta ár er liðir verður kappinn kominn í hóp top 3. Þú stendur þig í þessu litli bróðir tekur svo rækjuna frá Danmörku og pakkar henni saman þegar hún kemur heim um jólin :D ekki spurning með það.
“Svo er það Páll Janus sem synti sig inn í úrslit í 50m flugsundi og stórbætti tímann sinn þegar hann synti á 00:27:68, Ísafjarðarmet 00:27:31, og var unun að horfa á hann synda sig inn í úrslit á 7. besta tíma. Þar er hann búinn að sanna sig inn í hóp allra bestu flugsundsmanna landsins.”
Tekkið af http://swim.is/vestri/ enn ég ætla líka að taka undir aðra grein sem er skrifuð þar, og finnst það hreint skammarlekt að eftir öll þessi ár séu þau enn þá að æfa í 16 metra laug.
Hvernig væri nú að bærinn færi að sjá það eða orða það kannski öðruvísi þar sem þeir eru löngu búnir að sjá það, hvernig væri að bærinn færi að standa við það að koma með nýja eða endurbætta gömlu sundlaugina fyrir vestan!! Það er löngu kominn tími á það.
Enn jæja enda þetta svona í bili, henti nokkrum myndum hérna inn sem ég hef verið að leika mér við að fikta með. Endilega klikkið á þær til að sjá þær stærri.
Kveð í bili þar til næsta sunnudag :P

